Þorleifsstaðir

Engar upplýsingar eru til um búsetu á Þorleifsstöðum.

Í Jarðabók Árna Magnússonar er sagt að á afréttinni „í þeim parti, sem Jörfa hálfkirkju tilheyrir“ hafi í fyrndinni verið bær, sem nefndist Þorleifsstaðir. Ekkert er nú vitað með vissu hvar hann hefur verið, en þar á afréttinum er alldjúpt gil sem heitir Þorleifsstaðagil og gæti það gefið nokkra vísbendingu um staðsetningu bæjarins. Samkvæmt Jarðatali Johnsen var eyðihjáleigan Þorleifsstaðir höfð til beitar frá Skarði í jarðamatinu 1805.

 

Comments are closed.