Ytri-Þorsteinsstaðir

Í elstu heimildum er ekki greint á milli Fremri- og Ytri-Þorsteinsstaða. Sennilega hefur jörðin verið ein og óskipt áður fyrr, en síðan verið skipt þó ekki hafi fundist heimildir þar um. í Jarðabók Árna Magnússonar eru báðar jarðirnar taldar sér, átta hundruð hvor. Sami háttur er hafður á í jarðamatinu…

Lesa meira…

Fremri-Þorsteinsstaðir

Fremri-Þorsteinsstaða er fyrst getið í máldaga Kvennabrekkukirkju frá 1375. 1430 er jörðin komin í eigu Lofts ríka en þá gefur hann Sumarliða syni sínum jörðina. Að fomu var jörðin metin á 8 hundruð en i matinu frá 1861 er hún talin 11,4 hundruð. Þar var síðast búið árið 1952. Árið…

Lesa meira…

Brautarholt

Brautarholt er nýbýli í landi Fremri-Þorsteinsstaða og hóf Björn Jónsson (1873-1953) þar búskap árið 1908 og rak þar verslun til ársins 1925. Tengdasonur Björns, Aðalsteinn Baldvinsson frá Hamraendum í Miðdölum, tók þá við versluninni ásamt konu sinni Ingileif Björnsdóttur. Á þeirra tíð var um árabil rekin verslun og sláturhús í Brautarholti,…

Lesa meira…

Aflsstaðir

Aflsstaðir eru nýbýli í landi Köldukinnar og var það stofnað 1944 af Ásgeiri Jónssyni (1910-1981) frá Köldukinn sem bjó þar fram til ársins 1969. Ekki er nú búið á Aflsstöðum síðan, en jörðin er nytjuð frá Köldukinn.

Lesa meira…

Vindheimar

Sigurður Jónsson (1914-2006), bóndi í Köldukinn, þekkti til sagna um býli, sem heitið hafi Vindheimar. Skal það hafa verið utanvert við bæinn í Köldukinn og niður við ána. Mun þar enn sjást til rústa. Ekki eru þekktar aðrar heimildir um Vindheima.  

Lesa meira…

Kaldakinn

Kaldakinn er fyrst nefnd í máldögum Kvennabrekku- og Hjarðarholtskirkna frá 1375. Síðar hefur jörðin komist í eigu Lofts Guttormssonar hins ríka á Möðruvöllum því 1430 gefur hann Sumarliða syni sínum jörðina. Að fornu var jörðin metin á 24 hundruð, en samkvæmt hinu nýja mati frá 1861 taldist jörðin 13,1 hundrað.…

Lesa meira…

Bráðræði

Bráðræði var húsmennskubýli í landi Vatns. Fyrst er getið um búskap þar á árunum 1880-1887 og þá bjó þar Kristmann Jónsson, sem áður bjó á Hömrum og Litla-Vatnshorni. Síðast er getið um byggð þar 1914, en þá bjó þar Kjartan Einar Daðason (1876-1957).  

Lesa meira…

Vatn

Búseta 1695-2014 Vatn kemur fyrst við sögu í Landnámu og er þá bóndi þar maður að nafni Þorbjörn og er hans áður getið. Siðar komst jörðin í eigu Lofts Guttormssonar hins ríka á Möðruvöllum og er hennar getið í gjafabréfi Lofts, frá 1430, þar sem hann gefur Sumarliða syni sínum…

Lesa meira…

Stóra-Vatnshorn

Búseta 1695-2014 Stóra-Vatnshorns er fyrst getið í Landnámu, Eiríks sögu rauða og Grænlendinga sögu. Á Stóra-Vatnshorni hefur verið sóknarkirkja Haukdælinga svo lengi sem vitað er og hefur að líkindum verið frá setningu tíundarlaga 1096. Kirkjan er fyrst nefnd í kirknatali Páls biskups Jónssonar frá því um 1200. Í máldaga frá 1355…

Lesa meira…

Eiríksstaðir

Ekki liggja fyrir heimildir um búsetu annarra manna en Eiríks rauða á Eiríksstöðum. Eiríksstaða er fyrst getið í Landnámu, þar sem segir frá búsetu Eiríks rauða. Þaðan hrökklaðist hann svo vegna vígaferla, eins og síðar getur. Gaman er að gæla við þá hugmynd að Leifur heppni hafi fæðst á Eiríksstöðum,…

Lesa meira…

Skriðukot

Búseta 1695-2014 Í gjafabréfi Lofts Guttormssonar hins ríka, frá 1430, ánafnar hann Ormi syni sínum jörðina Skriðu. Þar mun vera átt við Skriðukot og er þetta í fyrsta sinn sem jörðin er nefnd í heimildum. Skriðukot mun annars lengst af hafa verið í eigu sömu eigenda og Stóra-Vatnshorn, enda er…

Lesa meira…