Hamrar

Hamrar

Hamrar. Ljósmynd BJ 1988.

Búseta 1695-2014

Búseta_09-Hamrar

Túnakort

Hamrar. Túnakort frá árinu 1919. Þjóðskjalasafn Íslands.

Hamra er fyrst getið í jarðarsölubréfi Orms Sturlusonar til Daða Guðmundssonar í Snóksdal frá 18. febrúar 1541 og ennfremur í testamentisbréfi Daða og eignaskrá frá 1563 og 1564. Jörðin var metin á 16 hundruð forn, en 15,4 ný.

Í landi Hamra er að finna sérkennilegt náttúrufyrirbrigði á stað sem nefnist Saltadý og er skammt fyrir framan bæinn á Hömrum. Svo er að sjá, sem eitthvað leysi salt úr berginu, sem sest á steinana, en ekki vita menn gjörla hvað það er. Skepnur hafa löngum sótt á þennan stað. Saltadýið er á náttúruminjaskrá friðlýst sem náttúruvætti.

Sennilegt er að bærinn dragi nafn sitt af þverhníptum björgunum fyrir ofan bæinn, en þau byrgja sólarsýn í 25 vikur á ári. Það var venja áður fyrr að drekka sólarkaffi þegar fyrstu geislar sólarinnar náðu heim að bænum.

Fyrir ofan bæinn á Hömrum má sjá holt, sem myndast hafa við framhlaup, sem áður hefur verið getið um. Þau eru, frá austri til vesturs: Nátthagaholt, Húsaholt og Jörfanátthagar.

Comments are closed.