Um vefinn

Þessi vefur um Haukadalshrepp í Dalasýslu byggir að stofni til á sveitarlýsingu fyrir hreppinn sem ég tók saman ásamt Ólafi H Jónssyni, frænda mínum, og við fluttum síðan á Jörfagleði í Dalabúð, Búðardal, 26. apríl 1985. Það að auki koma fram upplýsingar um búsetu (hvort búið) á jörðum eftir því sem helstu heimildir (jarðabækur og manntöl) greina frá.

Eftir flutning sveitarlýsingarinnar í Dalabúð útbjuggum við frændur bækling með efni hennar, fjölfölduðum í 100 eintaka upplagi og sendum tvö eintök á hvern bæ sem búið var á í Haukadal á þeim tíma. Þetta litla kver, 20 blaðsíður í A5 broti, er nú orðið illfáanlegt. Á ferðaþjónustubænum Stóra-Vatnshorni voru eintökin tvö nánast lesin upp til agna. Ég lofaði því Hönnu Siggu frænku minni (Jóhönnu Sigríði Árnadóttur, bónda á Stóra-Vatnshorni) að koma þessu efni einhvern tímann í aðgengilegan búning og vona að það hafi nú tekist að einhverju marki. Það er því við hæfi að tileinka henni verkið og það geri ég hér með.

Hafnarfirði, 6. mars 2015
Benedikt Jónsson

Comments are closed.