Valþjófsstaðir

Engar upplýsingar liggja fyrir um búsetu á Valþjófsstöðum.

Valþjófsstaða er fyrst getið í Landnámu, og Eiríks sögu rauða, sjá nánar í umfjöllun um landnám. Ekki er öðrum heimildum um Valþjófsstaði til að dreifa fyrr, en þeir eru taldir í landi Jörfa í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns árið 1703 og aftur í Jarðabók Orms Daðasonar árið 1731. Í báðum þessum heimildum er þess getið að jörð þessi hafi verið óbyggð um langan aldur. Í Jarðatali Johnsen er þess getið að Valþjófsstaðir hafi verið taldir sem eyðihjáleiga frá Jörfa árið 1805. Brynjólfur Jónsson frá Minna-Núpi var á ferð í Haukadal sumarið 1894 og taldi sig þá sjá til rústa á Valþjófsstöðum.

 

Comments are closed.