Ytri-Þorsteinsstaðir

Búseta_35-Ytri-Þorsteinsstaðir

Túnakort

Ytri-Þorsteinsstaðir. Túnakort frá árinu 1919. Þjóðskjalasafn Íslands.

Í elstu heimildum er ekki greint á milli Fremri- og Ytri-Þorsteinsstaða. Sennilega hefur jörðin verið ein og óskipt áður fyrr, en síðan verið skipt þó ekki hafi fundist heimildir þar um. í Jarðabók Árna Magnússonar eru báðar jarðirnar taldar sér, átta hundruð hvor. Sami háttur er hafður á í jarðamatinu frá 1861, en þar eru báðar jarðirnar metnar a 11,4 hundruð hvor og eru það einu dæmin í Haukadalshreppi um að nýrra matið sé hærra en það gamla. Ytri-Þorsteinsstaðir fóru í eyði árið 1949, en jörðin var síðar nytjuð frá Brautarholti.

Comments are closed.