Haukadalsskarð

Horft upp í mynni Haukadalsskarðs af holtinu fyrir framan Skarðsrétt.

Skarðsrétt

Skarðsrétt hlaðin úr grjóti. Afnot lögðust af þegar ný fjárrétt Haukdælinga við Kirkjufell var byggð árið 1961.

Afdalir Haukadals

Horft suður Haukadal af eyrinni framan við Réttarfoss. Svínadalur, Vatnshornsmúli, Sléttidalur, Jörfamúli, Haukadalur og Krossbrún.

Fossar í Haukadalsá

Smáfossar í Haukadalsá neðan við Réttarfoss.

Kirkjufell og Kirkjufellsrétt

Kirkjufell, Kirkjufellsrétt og Draugafoss í Villingadalsá. Mynni Villingadals að baki, hægra megin.

Fjallasalurinn fagri

Haukadalur er undir hæl Hvammsfjarðarstígvélsins og liggur frá austri til vesturs á milli Miðdala og Laxárdals. Hreppsmörk eru að sunnanverðu úr Haukadalsvatni við Prestagil um Saurstaðaháls að landamerkjum Miðdalahrepps eftir fjallsbrún milli Saurstaða, Þverdals og Geldingadals á Gamalhnjúka. Þaðan liggja mörk eftir vatnaskilum á hátind Snjófjalla, Tröllakirkju. Þar eru mörk þriggja sýslna. Af Snjófjöllum liggja mörk að mörkum Strandasýslu á hátind Geldingafells og þaðan sem vötnum hallar móti mörkum Laxárdals um Rjúpnafell í Hestvallavatn og síðan með Þverá að mörkum Skógsmúla í Miðdalahreppi, um Köldukinnar- og Þorsteinsstaðahálsa og beina sjónhendingu í Gálghamar við Haukadalsá.


Haukadalur er svipmikill dalur umgirtur herðabreiðum fjöllum. Þar ríkir náttúrufegurð á sumri sem vetri. Allt frá landnámi hefur mátt finna þar fagurt mannlíf og blómlegan búskap. Um það og ýmislegt fleira má lesa nánar á þessum vef.

Haukadalsá

Haukadalsá
  Haukadalsá á upptök sín í drögum Haukadals fremri og á leið sinni niður dalinn til sjávar eykur hún vatnsmagn sitt með innihaldi margra áa...

Haukadalsvatn

Haukadalsvatn
  Neðst í Haukadal er stærsta stöðuvatn í Dalasýslu, Haukadalsvatn, og er í því nokkur silungs- og laxveiði. Í vatninu, einkum út af svonefndri Húsavík,...

Haukadalsskarð

Haukadalsskarð
Áður var fjölfarin leið um Haukadalsskarð frá Norðurlandi til Snæfellsness og Suður-dala. Haukdælingar og Miðdælingar sóttu almennt verslun til Borðeyrar, þar sem R. P. Riis...