Heimildir

Fornrit

 • Landnáma.
 • Íslendinga sögur.
 • Biskupa sögur.
 • Sturlunga.

Aðrar heimildir

 • Árbók Ferðafélags Íslands 1947, lýsing Dalasýslu eftir Þorstein Þorsteinsson, sýslumann.
 • Árni Björnsson. „Dalaheiði kringum hæl Hvammsfjarðar frá Krosshellu að Guðnýjarsteinum“. Árbók Ferðafélags Íslands 1997, bls 127-213.
 • Björn Lárusson, The Old Icelandic Land Registers. Lund 1967.
 • Bæjatal á Íslandi 1930. Reykjavík 1930.
 • Dalamenn. Æviskrár 1703-1961 I. bindi. Reykjavík 1961.
 • Dalasýsla. Sýslu- og sóknalýsingar Hins íslenska bókmenntafélags 1839-1855. Reykjavík 2003.
 • Eyðibýli á Íslandi 3. bindi. Reykjavík 2012.
 • Íslenskt fornbréfasafn I-XVI. Kaupmannahöfn: Hið íslenzka bókmenntafjelag, 1857-1972.
 • Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns sjötta bindi. Kaupmannahöfn 1938.
 • Jarðabók Orms Daðasonar yfir Dalasýslu 1731. Reykjavík 1965.
 • Jarðatal á Íslandi útgefið af J. Johnsen 1847.
 • Landið þitt Ísland 2. bindi. Reykjavík 1981.
 • Manntöl 1703, 1801, 1816, 1835-1920.
 • Ný Jarðabók fyrir Ísland, frá 1861.
 • Ólafur Davíðsson, Íslenzkar þjóðsögur. 3. útgáfa. Þorsteinn M. Jónsson bjó til prentunar. (Reykjavík: Bókaútgáfan Þjóðsaga, 1978-1980).
 • Þjóðsögur Jóns Árnasonar.
 • „Haukadalshreppur: Skógræktin fær Laxaborg að gjöf“, http://www.mbl.is/greinasafn/grein/63581/?item_num=8&dags=1991-02-07, sótt 2012.12.06.

Hér eru taldar helstu heimildir sem stuðst hefur verið við, en upptalningin er ekki tæmandi. Þess skal getið að við gerð sveitarlýsingarinnar, sem er stofn vefsins, lét Haukur Jóhannesson jarðfræðingur góðfúslega í té jarðsögulegar upplýsingar um Haukadal, en svæðið sunnan Haukadals var einmitt verkefni Hauks til doktorsprófs frá Durham-háskóla í Bretlandi.

Búsetukvarði

Við hvert býli er kvarði sem sýnir upplýsingar um búsetu á tilteknum tímapunktum frá 1695-2014. Þar er fyrst (1695) miðað við við upplýsingar úr The Old Icelandic Land Registers eftir Björn Lárusson. Næsti tímapunktur er manntalið 1703 og sá þriðji er manntalið 1801. Síðan er tekið mið af manntalinu sem kennt er við ártalið 1816. Næstu tímapunktar eru aðalmanntöl 1835-1930, bæjarskrár 1970 og 1981 og munnlegar heimildir heimamanna 2014. Ljósgrænn litur fyrir neðan ártalið táknar að búið var á viðkomandi býli á því ári. Sem dæmi má hér að neðan sjá að búið hefur verið á Bólstað árin 1870, 1880 1890 og eru upplýsingar úr aðalmanntölum, sem tekin voru á þessum árum, til marks um það.

Bólstaður

Túnakort

Árið 1915 samþykkti Alþingi lög um að gera skyldi uppdrætti af túnum og matjurtagörðum á Íslandi. Gerð uppdráttanna var að mestu lokið árið 1920. Þjóðskjalasafn Íslands varðveitir þessa uppdrætti, sem einnig eru nefndir túnakort. Nánar er fjallað um gerð túnakorta á vef Þjóðskjalasafnsins og vísast hér til þeirrar umfjöllunar. Á þessum vef eru birt 20 túnakort af 19 bæjum í Haukadal, eitt af hverjum bæ, nema tvö af Smyrlahólstúni, en þar var þá tvíbýli. Öll túnakortin eru frá árinu 1919, teiknuð af Jóhannesi Guðmundssyni (1874-1940) búfræðingi og bónda í Teigi í Hvammssveit í Dalasýslu.

Comments are closed.