Brautarholt

Brautarholt

Brautarholt. Ljósmynd BJ 1988.

Búseta_33-Brautarholt

Túnakort

Brautarholt. Túnakort frá árinu 1919. Þjóðskjalasafn Íslands.

Brautarholt er nýbýli í landi Fremri-Þorsteinsstaða og hóf Björn Jónsson (1873-1953) þar búskap árið 1908 og rak þar verslun til ársins 1925. Tengdasonur Björns, Aðalsteinn Baldvinsson frá Hamraendum í Miðdölum, tók þá við versluninni ásamt konu sinni Ingileif Björnsdóttur. Á þeirra tíð var um árabil rekin verslun og sláturhús í Brautarholti, en þeim rekstri er fyrir löngu lokið. Tveir synir Aðalsteins og Ingileifar, Gunnar og Brynjólfur, byggðu þar íbúðarhús. Á myndinni er hús Aðalsteins í miðjunni, hús Brynjólfs til vinstri og hús Gunnars til hægri. Ekki er lengur stundaður búskapur í Brautarholti, en búið er á staðnum.

Comments are closed.