Mjóaból

Mjóaból

Mjóaból. Ljósmynd BJ 1986.

Búseta 1695-2014

Mjóaból

Túnakort

Mjóaból. Túnakort frá árinu 1919. Þjóðskjalasafn Íslands.

Mjóaból er nefnt í gjafabréfi Lofts ríka Guttormssonar frá 1430, sem áður hefur verið nefnt. Þa er Mjóabóls einnig getið í testamentisbréfi Daða Guðmundssonar og eignaskrá frá því um miðja 16. öld. Mjóaból var að fornu mati 16 hundraða jörð, eins og flestar jarðir í Haukadal, en aðeins 8,3 hundruð skv nýja matinu frá 1861.

Á Mjóabóli bjó á árunum 1869-1870 Sr Jón Bjarnason, faðir þeirra Magnúsar Blöndals, prests í Vallanesi á Héraði, og Bjarna alþingismanns, sem seinna kenndi sig við Vog á Fellsströnd. Séra Magnús hefur í Endurminningum sínum minnst veru sinnar á Mjóabóli.

 

 

Comments are closed.