Giljaland

Giljaland

Giljaland. Ljósmynd BJ 2010.

Búseta 1695-2014

Giljaland

Túnakort

Giljaland. Túnakort frá árinu 1919. Þjóðskjalasafn Íslands.

Giljalands er fyrst getið árið 1444 en þá selur Gottsvin biskup í Skálholti jarðirnar Giljaland og Smyrlahól fyrir hálfa jörðina Bálkastaði í Hrútafirði og tíu kúgildi að auki. Síðar komst svo jörðin í eigu Daða í Snóksdal. Að fornu var jörðin metin á 16 hundruð en nýrra mat var 9,5 hundruð.

Jóhannes Jónsson (1888-1978), bóndi á Giljalandi 1921-1978, byggði rafstöð sem knúin var vatnsafli úr gilinu framan við bæinn á Giljalandi. Sú framkvæmd var nýmæli á sinni tíð og dæmi um búhyggindi og framkvæmdasemi Jóhannesar.

Rafstöð við Giljaland

Rafstöðin við bæjargilið á Giljalandi. Ljósmynd BJ 1988.

Giljaland fór í eyði árið 2006.

Til er reiðleið um Tröllháls milli Giljalands og Engihlíðar í Laxárdal.

Comments are closed.