Fremri-Þorsteinsstaðir

Búseta_34-Fremri-Þorsteinsstaðir

Túnakort

Fremri-Þorsteinsstaðir. Túnakort frá árinu 1919. Þjóðskjalasafn Íslands.

Fremri-Þorsteinsstaða er fyrst getið í máldaga Kvennabrekkukirkju frá 1375. 1430 er jörðin komin í eigu Lofts ríka en þá gefur hann Sumarliða syni sínum jörðina. Að fomu var jörðin metin á 8 hundruð en i matinu frá 1861 er hún talin 11,4 hundruð. Þar var síðast búið árið 1952.

Árið 1943 keypti Guðbrandur Jörundsson (1911-1980) frá Vatni hluta úr landi Fremri-Þorsteinsstaða og reisti þar sumarbústað og nefndi hann Laxaborg. Guðbrandur var frumkvöðull í samgöngum og ók lengi áætlunarbílum á milli Dala og Reykjavíkur. Hann hafði viðurnefnið Dala-Brandur. Árið 1991 færði ekkja Guðbrandar, Ingiríður Elísabet Ólafsdóttir (1912-2004), Skógrækt ríkisins jarðeignina Laxaborg að gjöf með húsum, ræktun og hlunnindum öllum.

Comments are closed.