Búseta 1695-2014
Smyrlahóls er fyrst getið í jarðasölubréfi Gottsvins Skálholtsbiskups frá 1444, sem áður er getið. Á tuttugustu öld töluðu Haukdælingar ævinlega um Smyrlhól, en Smyrlahóll er upprunalegt heiti. Að fornu var jörðin metin á 24 hundruð en nýrra mat er 17,8 hundruð. Skammt utan við gamla bæjarstæðið á Smyrlahóli er svonefndur Kastali. Til eru sagnir um huldufólksbyggð þar.
Á túnakortunum koma fram nöfn þeirra tveggja bænda sem bjuggu á Smyrlahóli árið 1919. en það voru bræðurnir Magnús og Jónas Arngrímssynir. Reyndar tók sonur Magnúsar, Arngrímur, við parti föður síns á árinu 1919 og bjó þar til ársins 1946 er hann fluttist búferlum að Fellsenda í Miðdölum.
Smyrlahóll fór í eyði árið 1995.
Til er reiðleið á milli Smyrlahóls og Svarfhóls í Laxárdal.