Engar upplýsingar liggja fyrir um búsetu í Grundarkoti.
Grundarkot er smábýli í landi Jörfa, sem nefnt er í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns með svofelldum hætti: „Hvert þar hafi nokkurn tíma bygt verið eða ei veit enginn af að segja; kann og ómögulegt að byggjast“ (bls 49). Í Jarðatali Johnsen er þess getið að Grundarkot hafi verið talið sem eyðihjáleiga frá Jörfa árið 1805.