Ytri-Þorsteinsstaðir

Í elstu heimildum er ekki greint á milli Fremri- og Ytri-Þorsteinsstaða. Sennilega hefur jörðin verið ein og óskipt áður fyrr, en síðan verið skipt þó ekki hafi fundist heimildir þar um. í Jarðabók Árna Magnússonar eru báðar jarðirnar taldar sér, átta hundruð hvor. Sami háttur er hafður á í jarðamatinu…

Lesa meira…

Fremri-Þorsteinsstaðir

Fremri-Þorsteinsstaða er fyrst getið í máldaga Kvennabrekkukirkju frá 1375. 1430 er jörðin komin í eigu Lofts ríka en þá gefur hann Sumarliða syni sínum jörðina. Að fomu var jörðin metin á 8 hundruð en i matinu frá 1861 er hún talin 11,4 hundruð. Þar var síðast búið árið 1952. Árið…

Lesa meira…

Aflsstaðir

Aflsstaðir eru nýbýli í landi Köldukinnar og var það stofnað 1944 af Ásgeiri Jónssyni (1910-1981) frá Köldukinn sem bjó þar fram til ársins 1969. Ekki er nú búið á Aflsstöðum síðan, en jörðin er nytjuð frá Köldukinn.

Lesa meira…

Vindheimar

Sigurður Jónsson (1914-2006), bóndi í Köldukinn, þekkti til sagna um býli, sem heitið hafi Vindheimar. Skal það hafa verið utanvert við bæinn í Köldukinn og niður við ána. Mun þar enn sjást til rústa. Ekki eru þekktar aðrar heimildir um Vindheima.  

Lesa meira…

Bráðræði

Bráðræði var húsmennskubýli í landi Vatns. Fyrst er getið um búskap þar á árunum 1880-1887 og þá bjó þar Kristmann Jónsson, sem áður bjó á Hömrum og Litla-Vatnshorni. Síðast er getið um byggð þar 1914, en þá bjó þar Kjartan Einar Daðason (1876-1957).  

Lesa meira…

Kothali

Engar upplýsingar liggja fyrir um búsetu á Kothala. Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns er getið um Kothala í landi Núps, sem hafi „verið bygt fyrir vel xx árum, og um fá ár verið bygt; meinast ei bygt að fornu. Kann ei að byggjast án jarðarinnar skaða.“ (6:56). Ekki…

Lesa meira…

Núpur

Búseta 1695-2014 Núps er fyrst getið í gjafabréfi Lofts Guttormssonar ríka á Möðruvöllum frá 1430, þar sem hann gefur Ormi syni sínum jörðina. Jörðin var metin á 24 hundruð að fornu, en á 10,7 hundruð samkvæmt nýrra mati. Frá Núpi var Ólafur Sívertssen (Sigurðsson) forvígismaður Framfarafélags Flateyjar, faðir Eiríks Kúlds…

Lesa meira…

Smyrlahóll

Búseta 1695-2014   Smyrlahóls er fyrst getið í jarðasölubréfi Gottsvins Skálholtsbiskups frá 1444, sem áður er getið. Á tuttugustu öld töluðu Haukdælingar ævinlega um Smyrlhól, en Smyrlahóll er upprunalegt heiti. Að fornu var jörðin metin á 24 hundruð en nýrra mat er 17,8 hundruð. Skammt utan við gamla bæjarstæðið á Smyrlahóli…

Lesa meira…

Krákustaðir

Engar upplýsingar eru til um búsetu á Krákustöðum. Kot þetta er nefnt í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns og hefur sennilega verið á holtinu fyrir framan núverandi bæjarstæði Smyrlahóls, en þar heitir Krákustekkur. Í Jarðatali Johnsen er getið um að eyðihjáleigan Kragastaðir hafi verið höfð til slægna og beitar…

Lesa meira…

Giljaland

Búseta 1695-2014 Giljalands er fyrst getið árið 1444 en þá selur Gottsvin biskup í Skálholti jarðirnar Giljaland og Smyrlahól fyrir hálfa jörðina Bálkastaði í Hrútafirði og tíu kúgildi að auki. Síðar komst svo jörðin í eigu Daða í Snóksdal. Að fornu var jörðin metin á 16 hundruð en nýrra mat…

Lesa meira…

Grænigarður

Engar upplýsingar eru til um búsetu í Grænagarði. Um þetta býli eru engar heimildir nema vísa um bæjanöfn í Haukadal. Sumir nefna það raunar Grænagerði eða Grannagerði, en ekki er vitað með vissu hvort til hafi verið slíkur bær, eða hvar hann hafi þá staðið.  

Lesa meira…