Vindheimar

Sigurður Jónsson (1914-2006), bóndi í Köldukinn, þekkti til sagna um býli, sem heitið hafi Vindheimar. Skal það hafa verið utanvert við bæinn í Köldukinn og niður við ána. Mun þar enn sjást til rústa. Ekki eru þekktar aðrar heimildir um Vindheima.  

Lesa meira…

Bráðræði

Bráðræði var húsmennskubýli í landi Vatns. Fyrst er getið um búskap þar á árunum 1880-1887 og þá bjó þar Kristmann Jónsson, sem áður bjó á Hömrum og Litla-Vatnshorni. Síðast er getið um byggð þar 1914, en þá bjó þar Kjartan Einar Daðason (1876-1957).  

Lesa meira…

Kothali

Engar upplýsingar liggja fyrir um búsetu á Kothala. Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns er getið um Kothala í landi Núps, sem hafi „verið bygt fyrir vel xx árum, og um fá ár verið bygt; meinast ei bygt að fornu. Kann ei að byggjast án jarðarinnar skaða.“ (6:56). Ekki…

Lesa meira…

Krákustaðir

Engar upplýsingar eru til um búsetu á Krákustöðum. Kot þetta er nefnt í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns og hefur sennilega verið á holtinu fyrir framan núverandi bæjarstæði Smyrlahóls, en þar heitir Krákustekkur. Í Jarðatali Johnsen er getið um að eyðihjáleigan Kragastaðir hafi verið höfð til slægna og beitar…

Lesa meira…

Grænigarður

Engar upplýsingar eru til um búsetu í Grænagarði. Um þetta býli eru engar heimildir nema vísa um bæjanöfn í Haukadal. Sumir nefna það raunar Grænagerði eða Grannagerði, en ekki er vitað með vissu hvort til hafi verið slíkur bær, eða hvar hann hafi þá staðið.  

Lesa meira…

Klömbur

Engar upplýsingar eru til um búsetu á Klömbrum. Um þennan bæ er ekkert vitað með vissu, en hans er getið í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns. Á milli Haukadalsskarðs og Svínadals er fjallið Klambrafell, en óvíst er um tengsl þeirrar nafngiftar við bæjarnafnið Klömbur. Samkvæmt Jarðatali Johnsen var eyðihjáleigan…

Lesa meira…

Þorleifsstaðir

Engar upplýsingar eru til um búsetu á Þorleifsstöðum. Í Jarðabók Árna Magnússonar er sagt að á afréttinni „í þeim parti, sem Jörfa hálfkirkju tilheyrir“ hafi í fyrndinni verið bær, sem nefndist Þorleifsstaðir. Ekkert er nú vitað með vissu hvar hann hefur verið, en þar á afréttinum er alldjúpt gil sem…

Lesa meira…

Hraunkot

Engar upplýsingar eru til um búsetu í Hraunkoti. Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns er getið um bæ nokkurn í landi Mjóabóls, er Hraunkot á að hafa heitið. „Skal hafa verið lagt í eyði fyrir þröngbýli,“ segir Árni „og skift í sundur með næstu aðliggjandi jörðum, Hömrum og Mjóabóli“…

Lesa meira…

Valþjófsstaðir

Engar upplýsingar liggja fyrir um búsetu á Valþjófsstöðum. Valþjófsstaða er fyrst getið í Landnámu, og Eiríks sögu rauða, sjá nánar í umfjöllun um landnám. Ekki er öðrum heimildum um Valþjófsstaði til að dreifa fyrr, en þeir eru taldir í landi Jörfa í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns árið 1703 og…

Lesa meira…

Grundarkot

Engar upplýsingar liggja fyrir um búsetu í Grundarkoti. Grundarkot, smábýli í landi Jörfa, er nefnt í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns með svofelldum hætti: „Hvert þar hafi nokkurn tíma bygt verið eða ei veit enginn af að segja; kann og ómögulegt að byggjast“ (bls 49). Í Jarðatali Johnsen er…

Lesa meira…

Bólstaður

Búseta 1695-2014 Bólstaður nefndist smábýli á milli Litla-Vatnshorns og Saurstaða. Þetta smábýli var fyrst nefnt Barð en heiti þess síðar breytt í Bólstaður. Þar bjuggu á árunum 1869-1893 Daði Magnússon og Sigríður Erlendsdóttir, kona hans. Ekki hefur verið búið þar síðan.  

Lesa meira…