Núpur

Núpur

Núpur. Ljósmynd BJ 1988.

Búseta 1695-2014

Núpur

Túnakort

Núpur. Túnakort frá árinu 1919. Þjóðskjalasafn Íslands.

Núps er fyrst getið í gjafabréfi Lofts Guttormssonar ríka á Möðruvöllum frá 1430, þar sem hann gefur Ormi syni sínum jörðina. Jörðin var metin á 24 hundruð að fornu, en á 10,7 hundruð samkvæmt nýrra mati. Frá Núpi var Ólafur Sívertssen (Sigurðsson) forvígismaður Framfarafélags Flateyjar, faðir Eiríks Kúlds í Stykkishólmi og forfaðir Katrínar Jakobsdóttur formanns VG.

Á sjöunda áratug síðustu aldar var reist nýtt íbúðarhús á Núpi talsverðan spöl vestan við gamla bæinn, sem síðan var rifinn. Á kortunum hér að neðan eru bæði bæjarstæðin sýnd. Ekki er fráleitt að bærinn Kothali staðið þar sem nýja íbúðarhúsið á Núpi er núna.

Gamli bærinn á Núpi

Gamli bærinn á Núpi

Núpur fór í eyði árið 1973. Jörðin var um tíma í eigu Olíuverslunar Íslands (BP) sem reisti þar þrjá sumarbústaði fyrir starfsfólk Olíuverslunarinnar. Síðar komst jörðin í eigu læknamiðstöððvar í Reykjavík.

Comments are closed.