Skarð

Skarð

Rústir bæjarhúsa á Skarði. Ljósmynd BJ 1988.

Búseta 1695-2014

Skarð

Túnakort

Skarð. Túnakort frá árinu 1919. Þjóðskjalasafn Íslands.

Skarðs er fyrst getið í Grettissögu þar sem segir frá skreiðarferð Atla, bróður Grettis, og Gríms Þórhallasonar yfir Haukadalsskarð út á Snæfellsnes. Á heimleið þeirra sátu fyrir þeim, að áeggjan Þorbjörns öxnamegins á Þóroddsstöðum í Hrútafirði, þeir bræður Gunnar og Þorgeir Þórissynir frá Skarði og voru átta saman. Sló í bardaga með þeim skammt framan við Skarð og féllu þeir Skarðsbræður þar ásamt þremur öðrum. Eftir siðaskipti var jörðin komin í eigu Daða Guðmundssonar í Snóksdal. Að fornu var hún metin á 20 hundruð en nýtt mat hennar var 16,6 hundruð.

Upp af bænum á Skarði er fjallið Bani, en fyrir neðan nefnist Banaskál. Sagan segir að eitt sinn hafi skólapiltar frá Hólum verið á heimleið í jólafrí og ætluðu Haukadalsskarð. Á Skarðinu hrepptu þeir blindbyl og bar þá af leið upp á fjallið vestan megin Skarðsins. Gengu þeir allir, utan einn, fram af þverhníptri brún fjallsins og hröpuðu ofan í skálina þar fyrir neðan. Draga fjallið og skálin síðan nafn af þessum atburði.

Comments are closed.