Saurstaðir

Saurstaðir

Saurstaðir. Ljósmynd BJ 2006.

Búseta 1695-2014

Saurstaðir

Túnakort

Saurstaðir. Túnakort frá árinu 1919. Þjóðskjalasafn Íslands.

Saurstaðir voru á 15. öld í eigu Lofts ríka Guttormssonar og kemur nafn jarðarinnar fyrst fyrir í gjafabréfi, þar sem Loftur ánafnar Ormi syni sínum Saurstaði, ásamt ýmsum fleiri jörðum í Dalasýslu. Saurstaðir voru 16 hundraða jörð skv fornu mati, en 13,1 skv hinu nýja.

Talið er að á Saurstöðum hafi til forna búið Eyjólfur nokkur saur, en sagt er frá samskiptum hans við Eirík rauða í Landnámu, Eiríks sögu rauða og Grænlendinga sögu og eru þessar heimildir nokkuð samhljóða um þá atburði. Þrælar Eiríks felldu „skriðu á bæ Valþjófs á Valþjófsstöðum, en Eyjólfr saurr, frændi hans, drap þrælana hjá Skeiðsbrekkum upp frá Vatnshorni. Fyrir þá sök vá Eiríkr Eyjólf saur. Hann vá ok Hólmgöngu-Hrafn á Leikskálum. Geirsteinn ok Oddr á Jörva, frændur Eyjólfs, mæltu eftir hann. Þá var Eiríkr gerr ór Haukadal“, segir Landnáma.

Fyrir framan Saurstaðagil er grösugur hvammur, er Orrustuhvammur nefnist. Er þess getið að þar hafi Eiríkur rauði barist, en ekki er sagt við hvern.

icon-car.png
Saurstaðir

loading map - please wait...

Saurstaðir 65.051556, -21.530929 Saurstaðir

Frá Saurstöðum er reiðleið um Saurstaðaháls að Kringu eða Svínhóli í Miðdölum.

 

Comments are closed.