Hraunkot

Hraunkot

Hraunkot gæti hafa verið í jaðri hraunsins til vinstri. Ljósmynd BJ 2014.

Engar upplýsingar eru til um búsetu í Hraunkoti.

Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns er getið um bæ nokkurn í landi Mjóabóls, er Hraunkot á að hafa heitið. „Skal hafa verið lagt í eyði fyrir þröngbýli,“ segir Árni „og skift í sundur með næstu aðliggjandi jörðum, Hömrum og Mjóabóli“ (bls 51). Samkvæmt Jarðatali Johnsen var eyðihjáleigan Hraunkot höfð til beitar frá Mjóabóli í jarðamatinu 1805. Fyrir ofan Skjaldartúnið, skammt framan við svonefndan Grástein, eru nokkuð greinilegar rústir, en ekki verður séð hvort það eru rústir Hraunkots eða annarra mannvirkja, svo sem sels eða beitarhúsa.

icon-car.png
Hraunkot

loading map - please wait...

Hraunkot 65.058742, -21.423125 Hraunkot (Staðsetning óviss)

 

Comments are closed.