Leikskálar

Leikskálar

Leikskálar. Ljósmynd BJ 2006.

Búseta 1695-2014

Leikskálar

Túnakort

Leikskálar. Túnakort frá árinu 1919. Þjóðskjalasafn Íslands.

Leikskála er fyrst getið í Landnámu, en þar bjó Hólmgöngu-Hrafn sem Eiríkur rauði felldi. Þá geta heimildir frá 16. öld þess að Leikskálajörð hafi verið veðsett Daða í Snóksdal. Leikskálar voru að fornu mati 24 hundruð, en samkvæmt nýrra mati 21,4.

Það er hald manna að fornmenn hafi komið saman til leika á Leikskálum. Rétt utan við bæinn er klettur, sem nefnist Skjaldarklettur. Frásagnir hafa verið á kreiki um að þar hafi hinir fornu kappar lagt frá sér skildi sína og vopn þá er þeir gengu til leika. Þessi sami klettur hefur einnig verið nefndur Ullarklettur og bendir sú nafngift til fornra atvinnuhátta.

Á Leikskálum bjó um tveggja alda skeið, á 18. og 19. öld, sami karlleggurinn og hétu bændurnir á víxl Bergþór og Þorvarður.

Gamla baðstofan frá Leikskálum

Gamla baðstofan.

Á Byggðasafninnu á Laugum í Sælingsdal er uppsett baðstofa úr gamla bænum á Leikskálum, sem var rifinn upp úr 1970.

Í þessari baðstofu bjuggu síðast systkinin Guðfinna, Guðmundur, Kristjón og Kristvin, börn Jónasar Jónssonar og Þuríðar Jónsdóttur sem bjuggu á Stóra-Vatnshorni 1883-1920 og síðan í Skriðukoti og á Leikskálum.

Rúm Guðfinnu var vinstra megin næst glugganum. Beint á móti var rúm Kristvins. Rauða vaggan á myndinni stendur fyrir framan rúm Guðmundar og beint á móti var rúm Kristjóns.

Comments are closed.