Engar upplýsingar eru til um búsetu á Klömbrum.
Um þennan bæ er ekkert vitað með vissu, en hans er getið í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns. Á milli Haukadalsskarðs og Svínadals er fjallið Klambrafell, en óvíst er um tengsl þeirrar nafngiftar við bæjarnafnið Klömbur. Samkvæmt Jarðatali Johnsen var eyðihjáleigan Klömbur höfð til beitar frá Skarði í jarðamatinu 1805.