Skriðukot

Skriðukot

Skriðukot. Örin bendir á bæjarstæðið. Ljósmynd BJ 2014.

Búseta 1695-2014

Skriðukot

Túnakort

Skriðukot. Túnakort frá árinu 1919. Þjóðskjalasafn Íslands.

Í gjafabréfi Lofts Guttormssonar hins ríka, frá 1430, ánafnar hann Ormi syni sínum jörðina Skriðu. Þar mun vera átt við Skriðukot og er þetta í fyrsta sinn sem jörðin er nefnd í heimildum. Skriðukot mun annars lengst af hafa verið í eigu sömu eigenda og Stóra-Vatnshorn, enda er það nefnt afbýli heimastaðarins í Jarðabók Orms Daðasonar. Skriðukot taldist 16 hundruð að fornu mati en 9,5 samkvæmt hinu nýja mati.

Skriðukot hefur verið í eyði frá 1934.

Comments are closed.