Kothali

Engar upplýsingar liggja fyrir um búsetu á Kothala.

Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns er getið um Kothala í landi Núps, sem hafi „verið bygt fyrir vel xx árum, og um fá ár verið bygt; meinast ei bygt að fornu. Kann ei að byggjast án jarðarinnar skaða.“ (6:56). Ekki er ljóst hvar bærinn hefur staðið, en tilgátu má sjá á kortinu hér fyrir neðan.

Gegnt Skriðunum á Hömrum, hinu megin árinnar, er til örnefnið Kothalanes. Þar eru og til örnefnin Fremri- og Ytri-Kot. Í Jarðabók Orms Daðasonar er getið um Halakot og sagt að þar hafi ekki verið byggð síðan 1680. Samkvæmt Jarðatali Johnsen var eyðihjáleigan Kothali höfð til slægna frá Núpi í jarðamatinu 1805.

 

 

Comments are closed.