Skinnþúfa

Búseta 1695-2014 Skinnþúfu er fyrst getið í máldaga Vatnshornskirkju frá 1575 og er þar talin eign þeirrar kirkju. Jörðin var 10 hundruð samkvæmt fornu mati, en 4,7 eftir hinu nýja. Í heimildum er nafn jarðarinnar ýmist ritað Skinþúfa eða Skinnþúfa. Síðasti bóndi í Skinnþúfu var Daði Daðason (1864-1951), síðar bóndi…

Lesa meira…

Bólstaður

Búseta 1695-2014 Bólstaður nefndist smábýli á milli Litla-Vatnshorns og Saurstaða. Þetta smábýli var fyrst nefnt Barð en heiti þess síðar breytt í Bólstaður. Þar bjuggu á árunum 1869-1893 Daði Magnússon og Sigríður Erlendsdóttir, kona hans. Ekki hefur verið búið þar síðan.  

Lesa meira…

Litla-Vatnshorn

Búseta 1695-2014 Litla-Vatnshorns er fyrst getið í jarðarsölubréfi Guðna Oddssonar frá 19. júní 1427. Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín er jörðin metin á 16 hundruð, en 10,7 í jarðamatinu nýja frá 1861. Jörðin hefur verið í eyði frá hausti 1984.  

Lesa meira…