Villingadalur

Búseta 1695-2014 Villingadalur er ein þeirra jarða, sem nefndar eru í gjafabréfi Lofts ríka frá 1430 og er jarðarinnar þar fyrst getið í rituðum heimilum. Villingadalur hefur verið allstór jörð, eða 24 hundruð að fornu mati og 14,2 að nýju. Í lýsingu Dalasýslu í Árbók Ferðafélags Íslands, 1947, segir svo…

Lesa meira…

Mjóaból

Búseta 1695-2014 Mjóaból er nefnt í gjafabréfi Lofts ríka Guttormssonar frá 1430, sem áður hefur verið nefnt. Þa er Mjóabóls einnig getið í testamentisbréfi Daða Guðmundssonar og eignaskrá frá því um miðja 16. öld. Mjóaból var að fornu mati 16 hundraða jörð, eins og flestar jarðir í Haukadal, en aðeins…

Lesa meira…

Hraunkot

Engar upplýsingar eru til um búsetu í Hraunkoti. Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns er getið um bæ nokkurn í landi Mjóabóls, er Hraunkot á að hafa heitið. „Skal hafa verið lagt í eyði fyrir þröngbýli,“ segir Árni „og skift í sundur með næstu aðliggjandi jörðum, Hömrum og Mjóabóli“…

Lesa meira…

Hamrar

Búseta 1695-2014 Hamra er fyrst getið í jarðarsölubréfi Orms Sturlusonar til Daða Guðmundssonar í Snóksdal frá 18. febrúar 1541 og ennfremur í testamentisbréfi Daða og eignaskrá frá 1563 og 1564. Jörðin var metin á 16 hundruð forn, en 15,4 ný. Í landi Hamra er að finna sérkennilegt náttúrufyrirbrigði á stað…

Lesa meira…

Jörfi

Búseta 1695-2014 Jörfa er fyrst getið í Landnámu og Eiríks söqu rauða. Þá er Jörfa víða getið í heimildum frá 16. og 17. öld, enda var þar kirkja og þingstaður hreppsins um langan tíma. Til eru máldagar Jörfakirkju og eru þeir elstu frá öndverðri 16. öld. Kirkjan var helguð guði,…

Lesa meira…

Valþjófsstaðir

Engar upplýsingar liggja fyrir um búsetu á Valþjófsstöðum. Valþjófsstaða er fyrst getið í Landnámu, og Eiríks sögu rauða, sjá nánar í umfjöllun um landnám. Ekki er öðrum heimildum um Valþjófsstaði til að dreifa fyrr, en þeir eru taldir í landi Jörfa í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns árið 1703 og…

Lesa meira…

Grundarkot

Engar upplýsingar liggja fyrir um búsetu í Grundarkoti. Grundarkot, smábýli í landi Jörfa, er nefnt í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns með svofelldum hætti: „Hvert þar hafi nokkurn tíma bygt verið eða ei veit enginn af að segja; kann og ómögulegt að byggjast“ (bls 49). Í Jarðatali Johnsen er…

Lesa meira…

Saurstaðir

Búseta 1695-2014 Saurstaðir voru á 15. öld í eigu Lofts ríka Guttormssonar og kemur nafn jarðarinnar fyrst fyrir í gjafabréfi, þar sem Loftur ánafnar Ormi syni sínum Saurstaði, ásamt ýmsum fleiri jörðum í Dalasýslu. Saurstaðir voru 16 hundraða jörð skv fornu mati, en 13,1 skv hinu nýja. Talið er að…

Lesa meira…

Skinnþúfa

Búseta 1695-2014 Skinnþúfu er fyrst getið í máldaga Vatnshornskirkju frá 1575 og er þar talin eign þeirrar kirkju. Jörðin var 10 hundruð samkvæmt fornu mati, en 4,7 eftir hinu nýja. Í heimildum er nafn jarðarinnar ýmist ritað Skinþúfa eða Skinnþúfa. Síðasti bóndi í Skinnþúfu var Daði Daðason (1864-1951), síðar bóndi…

Lesa meira…

Bólstaður

Búseta 1695-2014 Bólstaður nefndist smábýli á milli Litla-Vatnshorns og Saurstaða. Þetta smábýli var fyrst nefnt Barð en heiti þess síðar breytt í Bólstaður. Þar bjuggu á árunum 1869-1893 Daði Magnússon og Sigríður Erlendsdóttir, kona hans. Ekki hefur verið búið þar síðan.  

Lesa meira…

Litla-Vatnshorn

Búseta 1695-2014 Litla-Vatnshorns er fyrst getið í jarðarsölubréfi Guðna Oddssonar frá 19. júní 1427. Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín er jörðin metin á 16 hundruð, en 10,7 í jarðamatinu nýja frá 1861. Jörðin hefur verið í eyði frá hausti 1984.  

Lesa meira…