Leikskálar

Búseta 1695-2014 Leikskála er fyrst getið í Landnámu, en þar bjó Hólmgöngu-Hrafn sem Eiríkur rauði felldi. Þá geta heimildir frá 16. öld þess að Leikskálajörð hafi verið veðsett Daða í Snóksdal. Leikskálar voru að fornu mati 24 hundruð, en samkvæmt nýrra mati 21,4. Það er hald manna að fornmenn hafi…

Lesa meira…

Kothali

Engar upplýsingar liggja fyrir um búsetu á Kothala. Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns er getið um Kothala í landi Núps, sem hafi „verið bygt fyrir vel xx árum, og um fá ár verið bygt; meinast ei bygt að fornu. Kann ei að byggjast án jarðarinnar skaða.“ (6:56). Ekki…

Lesa meira…

Núpur

Búseta 1695-2014 Núps er fyrst getið í gjafabréfi Lofts Guttormssonar ríka á Möðruvöllum frá 1430, þar sem hann gefur Ormi syni sínum jörðina. Jörðin var metin á 24 hundruð að fornu, en á 10,7 hundruð samkvæmt nýrra mati. Frá Núpi var Ólafur Sívertssen (Sigurðsson) forvígismaður Framfarafélags Flateyjar, faðir Eiríks Kúlds…

Lesa meira…

Smyrlahóll

Búseta 1695-2014   Smyrlahóls er fyrst getið í jarðasölubréfi Gottsvins Skálholtsbiskups frá 1444, sem áður er getið. Á tuttugustu öld töluðu Haukdælingar ævinlega um Smyrlhól, en Smyrlahóll er upprunalegt heiti. Að fornu var jörðin metin á 24 hundruð en nýrra mat er 17,8 hundruð. Skammt utan við gamla bæjarstæðið á Smyrlahóli…

Lesa meira…

Krákustaðir

Engar upplýsingar eru til um búsetu á Krákustöðum. Kot þetta er nefnt í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns og hefur sennilega verið á holtinu fyrir framan núverandi bæjarstæði Smyrlahóls, en þar heitir Krákustekkur. Í Jarðatali Johnsen er getið um að eyðihjáleigan Kragastaðir hafi verið höfð til slægna og beitar…

Lesa meira…

Giljaland

Búseta 1695-2014 Giljalands er fyrst getið árið 1444 en þá selur Gottsvin biskup í Skálholti jarðirnar Giljaland og Smyrlahól fyrir hálfa jörðina Bálkastaði í Hrútafirði og tíu kúgildi að auki. Síðar komst svo jörðin í eigu Daða í Snóksdal. Að fornu var jörðin metin á 16 hundruð en nýrra mat…

Lesa meira…

Grænigarður

Engar upplýsingar eru til um búsetu í Grænagarði. Um þetta býli eru engar heimildir nema vísa um bæjanöfn í Haukadal. Sumir nefna það raunar Grænagerði eða Grannagerði, en ekki er vitað með vissu hvort til hafi verið slíkur bær, eða hvar hann hafi þá staðið.  

Lesa meira…

Skarð

Búseta 1695-2014 Skarðs er fyrst getið í Grettissögu þar sem segir frá skreiðarferð Atla, bróður Grettis, og Gríms Þórhallasonar yfir Haukadalsskarð út á Snæfellsnes. Á heimleið þeirra sátu fyrir þeim, að áeggjan Þorbjörns öxnamegins á Þóroddsstöðum í Hrútafirði, þeir bræður Gunnar og Þorgeir Þórissynir frá Skarði og voru átta saman. Sló í bardaga…

Lesa meira…

Klömbur

Engar upplýsingar eru til um búsetu á Klömbrum. Um þennan bæ er ekkert vitað með vissu, en hans er getið í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns. Á milli Haukadalsskarðs og Svínadals er fjallið Klambrafell, en óvíst er um tengsl þeirrar nafngiftar við bæjarnafnið Klömbur. Samkvæmt Jarðatali Johnsen var eyðihjáleigan…

Lesa meira…

Þorleifsstaðir

Engar upplýsingar eru til um búsetu á Þorleifsstöðum. Í Jarðabók Árna Magnússonar er sagt að á afréttinni „í þeim parti, sem Jörfa hálfkirkju tilheyrir“ hafi í fyrndinni verið bær, sem nefndist Þorleifsstaðir. Ekkert er nú vitað með vissu hvar hann hefur verið, en þar á afréttinum er alldjúpt gil sem…

Lesa meira…

Kross

Búseta 1695-2014 Kross er fyrst getið um 1500 í máldaga Sauðafellskirkju en Kross var lengi í eigu kirkjunnar á Sauðafelli. Eftir siðaskiptin komst jörðin svo í eigu Daða Guðmundssonar í Snóksdal. Að fornu var jörðin metin á 16 hundruð en í nýja matinu er hún metin á 9,5 hundruð. Kross…

Lesa meira…

Kirkjufell

Engar upplýsingar eru til um búsetu á Kirkjufelli. Þess er getið í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns að í landi Villingadals hafi „til forna verið býli, sem skal hafa verið kallað Kirkiufell. Sjer mikið til rústa og girðinga. Nær það skuli hafa bygt verið veit enginn af að segja,…

Lesa meira…