Brautarholt

Brautarholt er nýbýli í landi Fremri-Þorsteinsstaða og hóf Björn Jónsson (1873-1953) þar búskap árið 1908 og rak þar verslun til ársins 1925. Tengdasonur Björns, Aðalsteinn Baldvinsson frá Hamraendum í Miðdölum, tók þá við versluninni ásamt konu sinni Ingileif Björnsdóttur. Á þeirra tíð var um árabil rekin verslun og sláturhús í Brautarholti,…

Lesa meira…

Kaldakinn

Kaldakinn er fyrst nefnd í máldögum Kvennabrekku- og Hjarðarholtskirkna frá 1375. Síðar hefur jörðin komist í eigu Lofts Guttormssonar hins ríka á Möðruvöllum því 1430 gefur hann Sumarliða syni sínum jörðina. Að fornu var jörðin metin á 24 hundruð, en samkvæmt hinu nýja mati frá 1861 taldist jörðin 13,1 hundrað.…

Lesa meira…

Vatn

Búseta 1695-2014 Vatn kemur fyrst við sögu í Landnámu og er þá bóndi þar maður að nafni Þorbjörn og er hans áður getið. Siðar komst jörðin í eigu Lofts Guttormssonar hins ríka á Möðruvöllum og er hennar getið í gjafabréfi Lofts, frá 1430, þar sem hann gefur Sumarliða syni sínum…

Lesa meira…

Stóra-Vatnshorn

Búseta 1695-2014   Stóra-Vatnshorns er fyrst getið í Landnámu, Eiríks sögu rauða og Grænlendinga sögu. Á Stóra-Vatnshorni hefur verið sóknarkirkja Haukdælinga svo lengi sem vitað er og hefur að líkindum verið frá setningu tíundarlaga 1096. Kirkjan er fyrst nefnd í kirknatali Páls biskups Jónssonar frá því um 1200. Í máldaga frá…

Lesa meira…

Leikskálar

Búseta 1695-2014   Leikskála er fyrst getið í Landnámu, en þar bjó Hólmgöngu-Hrafn sem Eiríkur rauði felldi. Þá geta heimildir frá 16. öld þess að Leikskálajörð hafi verið veðsett Daða í Snóksdal. Leikskálar voru að fornu mati 24 hundruð, en samkvæmt nýrra mati 21,4. Það er hald manna að fornmenn…

Lesa meira…

Hamrar

Búseta 1695-2014 Hamra er fyrst getið í jarðarsölubréfi Orms Sturlusonar til Daða Guðmundssonar í Snóksdal frá 18. febrúar 1541 og ennfremur í testamentisbréfi Daða og eignaskrá frá 1563 og 1564. Jörðin var metin á 16 hundruð forn, en 15,4 ný. Í landi Hamra er að finna sérkennilegt náttúrufyrirbrigði á stað…

Lesa meira…

Saurstaðir

Búseta 1695-2014 Saurstaðir voru á 15. öld í eigu Lofts ríka Guttormssonar og kemur nafn jarðarinnar fyrst fyrir í gjafabréfi, þar sem Loftur ánafnar Ormi syni sínum Saurstaði, ásamt ýmsum fleiri jörðum í Dalasýslu. Saurstaðir voru 16 hundraða jörð skv fornu mati, en 13,1 skv hinu nýja. Talið er að…

Lesa meira…